Brautskráningarathöfn Háskólans á Hólum, 11. júní 2021

Brautskráningarnemendur ásamt rektor, deildarstjórum og staðgenglum þeirra.  Mynd: Gunnhildur Gíslad…
Brautskráningarnemendur ásamt rektor, deildarstjórum og staðgenglum þeirra. Mynd: Gunnhildur Gísladóttir.

Síðastliðinn föstudag, 11. júní, var brautskráningarathöfn Háskólans á Hólum í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð. Alls útskrifuðust 45 nemendur í þetta skiptið, þar af einn samtímis af tveimur námsleiðum.

Frá Hestafræðideild útskrifaðist 21 nemandi, einn með diplóma í reiðmennsku og reiðkennslu (leiðbeinendapróf) og 20 með BS próf í reiðmennsku og reiðkennslu. Frá Ferðamáladeild útskrifuðust líka 20 einstaklingar með 21 námsgráðu: 13 með diplómu í viðburðastjórnun, sex með BA í ferðamálafræði og tveir með BA í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta. Frá Fiskeldis- og fiskalíffræðideild útskrifuðust fjórir nemendur: Þrír með diplómu í fiskeldisfræði og einn með MS í sjávar- og vatnalíffræði.

Þau Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Sigfús Benediktsson sáum um tónlistarflutning.

Óvenjumikið var um forföll á meðal brautskráningarnema, og kom þar margt til, svo sem búseta erlendis, covid-sprautur og slæmt ferðaveður á fjallvegum, auk kynbótasýninga hjá hestamönnum. Alls mættu 20 af þeim 45 sem voru brautskráðir og hélt skólinn þeim og þeirra gestum veglega kaffiveislu að athöfn lokinni.