Christian Klopsch hlaut styrk úr doktorsnemasjóði

Þann 11. þessa mánaðar tilkynnti Guðlaugur Þór Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, um úthlutanir úr doktorsnemasjóði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Þetta var í annað sinn sem úthlutað var úr sjóðnum, en markmið hans er að veita styrki til doktorsnema sem stunda rannsóknir á samspili landnýtingar og loftslags. Veittir voru þrír styrkir að þessu sinni, til alls sex ára og hlaut Christian Klopsch doktorsnemi við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands styrk til tveggja ára. Christian Klopsch er doktorsnemi á verkefninu ExGraze - Áhrif langtíma beitarfriðunar á kolefnisupptöku og kolefni í graslendisjarðvegi graslendi „The effects of long-term grazing exclusion on soil carbon dynamics in Icelandic grasslands”. Markmið rannsókna Christians er kanna áhrif beitarfriðunar á kolefnisbúskap í fyrrum beittu graslendi. Í rannsóknunum mælir hann á upptöku CO2, magn lífræns kolefnis í jarðvegi og umfang og magn róta í landi sem hefur verið friðað fyrir beit í 20-70 ár um allt land og ber saman við samliggjandi beitt land handan girðingar á 40 stöðum um allt land. Sumarið 2022 fór gagnasöfnun fram á norður og austurlandi og sumarið 2023 er ætlunin að afla gagna á vestur og suðurlandi.
ExGraze verkefnið hlaut verkefnastyrk frá Rannís í Janúar 2021 og hóf Christian nám sitt haustið 2021. Verkefnisstjóri og aðal leiðbeinandi Christians Klopsch er prófessor Anna Guðrún Þórhallsdóttir við Háskólann á Hólum. Tengiliður við Háskóla Íslands er prófessor Áslaug Geirsdóttir. Aðrir í verkefnastjórn eru prófessor Björn Þorsteinsson og Jón Guðmundsson lektor, báðir við Landbúnaðarháskóla Íslands, prófessor Rene van der Wal við Sænska Landbúnaðarháskólann og prófessor Richard Bardgett við Háskólann í Manchester í Bretlandi.