Doktorsvörn Alessöndru Schnider

Föstudaginn 9. maí varði Alessandra Schnider doktorsritgerð sína: Sveigjanlegt svipfar hjá hornsílum
(Gasterosteus aculeatus) í Mývatni: viðbrögð við breytilegu hitastigi og fæðuframboði innan og milli
kynslóða“. Alessandra vann verkefnið við Háskólann á Hólum undir leiðsögn prófessors Bjarna K.
Kristjánssonar en umsjónarkennari við Háskóla Íslands var Zophonías O. Jónsson, prófessor.
Meðleiðbeinandi var Katja Räsänen, prófessor við Háskólan í Jyväskylä, Finnlandi og í nefndinni voru
einnig Blake Matthews prófessor við EAWAG, Sviss og Catherine Peichel prófessor við Háskólann í
Bern í Sviss. Við vörnina voru andmælendur Dr. Lisa N. S. Shama, frá Alfred-Wegener-Institut,
Þýskalandi og Dr. Antti P. Eloranta frá Háskólanum í Jyväskylä.

Verkefni Alessöndru var hluti af öndvegisverkefni styrktu af Rannís og setti hún upp stóra eldistilraun
til þess að sjá hvernig umhverfi hornsílanna mótaði svipgerð (útlit, hegðun og lífeðlisfræði) og
erfðatjáningu þeirra. Einnig skoðaði hún hvernig umhverfi foreldra, og jafnvel langforeldra, hefi áhrif
á svipgerð og erfðatjáningu afkvæma. Niðurstöður Alessöndru veita mikilvægar upplýsingar um
flókið samspil umhverfis og erfða við mótun svipgerðarfjölbreytni og þær munu auka skilning okkar
og getu til betri nýtingar og verndunar náttúrlegra stofna.

Háskólinn á Hólum óskar Dr. Alessöndru hjartanlega til hamingju með áfangann og óskar henni
velfarnaðar við áframhaldandi störf.