Dr. Camille Anna-Lisa Leblanc tók á dögunum við heiðursverðlaunum Líffræðifélag Íslands

Verðlaunahafar ásamt forseta Íslands og stjórn Líffræðifélagsins. MYND/Fredrik Holm
Verðlaunahafar ásamt forseta Íslands og stjórn Líffræðifélagsins. MYND/Fredrik Holm

Dr. Camille Anna-Lisa Leblanc, dósent, tók á dögunum við heiðursverðlaunum Líffræðifélag Íslands sem veitt eru ungum og upprennandi líffræðingi sem sýnt hefur góðan árangur við upphaf ferils síns. Camille hefur staðið sig einstaklega vel síðan hún lauk PhD námi hún hefur leitt stór rannsóknarverkefni, leiðbeint nemendum í framhaldsnámi og birt fjölmargar greinar. Nýlega tók Camille við sem deildarstjóri fiskeldis og fiskalíffræðideildar.

Á sama tíma voru einnig veitt verðlaun fyrir farsælan feril og fékk þau að þessu sinni sinni Ingileif Jónsdóttir, prófessor emerita í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands og Íslenska erfðagreiningu.

Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á ráðstefnu Líffræðifélagsins sem fram fór í Öskju - náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.