Fjarnám að sumri 2021: Viðburðastjórnun og ferðamálafræði

Alls eru ellefu námskeið eru í boði í sumarnámi Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum 2021. Kennt verður á tveimur önnum sem hvor um sig eru fjórar vikur.

7. júní – 2. júlí (hvert námskeið er metið sem 6 ECTS)
VBS2106210 Inngangur að viðburðastjórnun
HFU2306180 Hönnun ferðaþjónustuumhverfis
MOM2606120 Matur og menning
UAF1706170 Upplifun og afþreying ferðafólks
ÞJS2106170 Þjónustustjórnun
GTS0006121 Grjót, torf og stígar

5. júlí – 30. júlí (hvert námskeið er metið sem 6 ECTS)
SSV2506170 Straumar og stefnur í viðburðastjórnun
BYF2006120 Byggðaþróun
FAL3506120 Fagmennska í leiðsögn
BOB0006121 Bjór og bjórgerð

Kennt 5. júlí - 24. ágúst (metið sem 7,5 ECTS)
MMM0075121 Maður, menning og náttúra í Mývatnssveit frá 1700 til samtíðar
Þetta námskeið er kennt á ensku, og er hægt að taka með eða án verkefnaskila
(sá sem velur að skila ekki verkefnum, tekur námskeiðið án þess að hljóta einingar fyrir).

Upplýsingar um námskeiðin, staðarlotur og kennara hér

Um námið gildir:
• Umsóknarfrestur um fjarnám að sumri rennur út mánudaginn 31. maí.
• Kennsla fer fram í gegnum Canvas kennsluumhverfið og í sumum tilfellum í staðbundnum lotum.
Kennsla í sumarnámi hefst 7. júní og lýkur 30. júlí (fyrir utan námskeið 11). Námstímanum er skipt í fyrra og seinna tímabil.
• Námskeiðin eru á grunnnámsstigi háskólanáms en námskeið 11 er hægt er að taka á framhaldsstigi að uppfylltum skilyrðum.
• Öll námskeiðin eru kennd í fjarnámi. Staðbundnar lotur geta verið hluti námsins.
• Umsækjendur til einingabærs náms þurfa að uppfylla lágmarkskröfur til þátttöku í háskólanámi. Þar sem frestur til umsókna og úrvinnslu þeirra er stuttur er mikilvægt að skila öllum tilheyrandi gögnum strax. Best er að senda þau sem pdf-skjöl í tölvupósti, til kennslusvid@holar.is Umsóknin telst ekki gild fyrr en skjölin hafa borist.
• Námskeiðin nýtast í námsleiðum Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum og geta jafnframt verið metin inn í aðra háskóla skv. reglum viðkomandi skóla.
• Nemendur sem þegar eru skráðir í opinbera háskóla hérlendis greiða ekki skráningargjöld. Fyrir aðra kostar skráning í hvert námskeið 3000,-
• Nám á sumarönn er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN).
• Hægt er að taka eitt stakt námskeið eða fleiri.
• Lágmarksfjöldi nemenda í hvert námskeið er 10.

Skráning hér
  Fyrirspurnir um skráningu sem og fylgiskjöl vegna umsókna skal senda á kennslusvid@holar.is
  Nánari upplýsingar um námið: Háskólinn á Hólum sími 4556300 og í netfanginu inga@holar.is