Rannsóknarverkefni fær góða dóma

Hér má sjá ritrýni á bókina "Human, Horses and Event Management" sem ritstýrð er af Ingibjörgu Sigurðardóttur deildarstjóra í Ferðamáladeild, Guðrúnu Helgadóttur prófessor við University of South-Easthern Norway og Katherine Dashper prófessor við Leeds Beckett University í Bretlandi
Bókin sem er afrakstur viðamikils alþjóðlegs samstarfs háskólanna, atvinnugreinarinnar og ýmissa sérfræðinga á sviði hestamennsku og viðburðastjórnunar, fær góða dóma og óskum við ritstjórum og kaflahöfundum til hamingju með það!
Bókarýnin birtist í ritrýnda tímaritinu "Scandinavian Sports Studies Forum" og er skrifuð af Susanne Hedenborg við Dep. of Sport Sciences, Malmö University.