Fimmtán nýir reiðkennarar

Brautskráningarhópurinn ásamt kennurnum og deildarstjóra.                      …
Brautskráningarhópurinn ásamt kennurnum og deildarstjóra.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Reiðsýning brautskráningarkandídata í reiðmennsku og reiðkennslu fór fram á aðalreiðvelli Háskólans á Hólum laugardaginn 20. maí.
Þar sýndu nemendurnir okkur nokkur af helstu prófum sem þau hafa þreytt í náminu með þeim hestum sem þau hafa unnið með, meðan á námi stóð og sérstaklega þá hesta sem þau voru með á lokaári námsins við skólann. Reiðsýningin markar að nokkru leyti lokapunktinn í náminu við Hestafræðideildina og það er jafnan hátíðleg stund þegar væntanlegir reiðkennarar fá afhenta bláu jakkana og klæðast þeim í lok sýningar.
Að þessu sinni munu 15 kandídatar brautskrást með BS gráðu í reiðmennsku og reiðkennslu þann 9. júní næstkomandi.
Við þetta tækifæri tíðkast að veita tvenns konar viðurkenningar: FT skjöldinn og Morgunblaðshnakkinn.
FT skjöldurinn er veittur fyrir bestan árangur í lokaprófinu. Að þessu sinni hlaut Guðmar Freyr Magnússon skjöldinn og var það Sylvía Sigurbjörnsdóttir formaður Félags tamningamanna sem afhenti verðlaunin. Morgunblaðshnakkurinn er veittur fyrir besta samanlagðan árangur í reiðmennsku námskeiðum yfir öll þrjú árin og hann hlaut Ásdís Ósk Elvarsdóttir. 

Við erum afar stolt af útskriftarkandídötunum okkar og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Brautskráning nemenda frá öllum deildum skólans fer síðan fram við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð, föstudaginn 9. júní n.k.

Hér eru nokkrar myndir frá reiðsýningunni:

                    

     

Myndir: Þorgerður Bettína Friðriksdóttir