Háskólinn á atvinnulífssýningu

Háskólinn á Hólum tók þátt í Atvinnulífssýningu Skagafjarðar um nýliðna helgi ásamt um 60 öðrum fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu. Sýningin var öll hin glæsilegasta, mikið og fjölbreytt framboð er af fyrirtækjum og stofnunum í Skagafirði. 
Skólinn er Skagfirðingum auðvitað vel kunnugur eins og fram kom í spjalli við fjölda gesta sem komu við í básnum og eiga margir hverjir góðar minningar frá skólavist, starfi eða skemmtilegum uppákomum á Hólum.

Markmið okkar með þátttöku í sýningunni var að bjóða íbúum héraðsins til samtals um háskólann sinn og kynna það helsta sem er á döfinni, s.s. áform um byggingu nýs skólahúsnæðis á Sauðárkróki, stofnun akademíu íslenska hestsins, samnorrænt útivistarnám, stofnun miðstöðvar lagareldis á Íslandi svo eitthvað sé nefnt. Gestum okkar var einnig boðið að gerast rannsakendur á lífríki vatnsins, glugga í smásjár og þiggja kaffitár.

Við þökkum þeim fjölmörgu gestum sem lögðu leið sína í básinn okkar og kynntu sér starfsemi skólans og ljóst er að atvinnulíf í Skagafirði blómstar.

Hólar University College participated in the Skagafjörður Business Exhibition this past weekend along with about 60 other companies and institutions in the area. The school is of course well known to the people of Skagafjörður, as was stated in conversations with a large number of guests stopping by the booth. Many of who have fond memories of student life, work or lifely events at Hólar.

Our goal in participating in the exhibition was to invite the residents of the district to a conversation about their university. Introduce the main events that are happening, such as plans for the construction of a new school building in Sauðárkrókur, the establishment of an academy of the Icelandic horse, a joint Nordic outdoor recreation program, the establishment of a center for aquaculture in Iceland, to name a few.

Our guests were also invited to become researchers of the aquatic environment, glaze into microscopes, and have a cup of coffee. The exhibition was all the most spectacular and it is clear that Skagafjörður is flourishing.