Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Þann 5. desember fór fram kynning á verkefnum hjá nemendum á þriðja ári í námskeiðinu Rannsóknaraðferðir - tölfræði. Námskeiðið er 6 ECTS og kennt á haustönn.
Verkefnið felst í því að hanna og kynna veggspjald. Skipulögð er lítil „ráðstefna“ þar sem veggspjöldin eru sýnd og kynnt. Nemendur velja ritrýnda vísindagrein (frumrannsókn – „original research“), sem einnig verður notuð sem ein margra heimilda í BS lokaverkefni þeirra á vorönn. Þeim er frjálst að velja sér viðfangsefni innan hestamennskunnar og leita sér dýpri þekkingar um það.
Það er sérstaklega gaman að hlusta á verðandi fagmenn í hestamennsku og sjá hvaða atriði þeir velja að leggja áherslu á í kynningu sinni.
Umsjónarkennari í námskeiðinu Rannsóknaraðferðir - tölfræði er Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir, dósent og kennari 'Veggspjalda gerð' er Elisabeth Jansen, Lektor