Verknámslok í nýju norrænu meistaranámi

Nýlega luku 12 nemendur í nýju norrænu meistaranámi í útivistarfræðum 6 vikna verknámi, sem hluta af kennslu við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Dreifðist nemendahópurinn um nánast allt Ísland, ásamt því að nokkrir tóku sitt verknám í Noregi og Svíþjóð.

Ferðmáladeild Háskólans á Hólum hefur lengi boðið upp á verknám í diplóma og BA námi en þetta er í fyrsta skiptið sem boðið er upp á slíkt nám á meistarastigi. Áður höfðu nemendur tekið eina önn í Svíþjóð og eina í Noregi. Nemendurnir geta valið sér verknámstaði í öllum þrem löndunum og eru þeir valdir út frá mismunandi þemum er tengjast útivistarfræðum, þ.e stjórnun og skipulagi; menntun og kennslufræði; náttúrutengdri ferðaþjónustu; útivist og ferðaþjónustu eða önnur þema sem viðurkennd eru af umsjónarmanni verknáms. Verknámið veitir nemendum dýpri innsýn inn í starfsvettvang útivistarfræða og um leið eigin þekkingu og áhugasvið.

Höfundur fréttar:
Kjartan Bollason, MA Umhverfisfræðingur og lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum
Myndir eru í eigu höfundar.