Epic Stays/Epískt gistirými Erasmus, verkefni um nýja nálgun í gistingu

Epic Stays Erasmus verkefnið snýst um að þróa hagnýtt fræðsluefni um rekstur og hönnun á "epísku" gistirými. Verkefnið er samstarf aðila frá Íslandi (Háskólinn á Hólum), Slóveníu, Hollandi, Ítalíu og Írlandi. Verkefnið er fjármagnað af Erasmus+ og því er stýrt af Ferðamáladeild Háskólans á Hólum.
 
Tilgangur og markmið verkefnis er að m.a. að rýna í þörf á gistingu sem er öðruvísi en hefðbundin hótelgisting. Það getur verið í formi þess að nota gamalt bílaverkstæði, afhelgaðar kirkjur, allskonar smáhýsi, eldri byggingar sem standa tómar o.s.frv. til að útbúa einstaka, epíska gistingu sem uppfyllir markmið um sjálfbært samfélag, efnahag og umhverfi.
 
Hagnýta fræðsluefnið er hægt að nálgast á heimasíðu verkefnis: https://epicstays.eu/en_gb/modules/ . Efnið er á ensku en verður aðgengilegt á íslensku von bráðar.
 
Fræðsluefnið er fyrir:
Fræðsluaðila í ferðaþjónustu, rannsakendur og nemendur. Fyrirtæki í ferðaþjónustu og frumkvöðla. Ferðaþjónustuaðila í héraði, samstarfsaðila í ferðaþjónustu, sveitarstjórnir, markaðs- og áfangastofur, klasa og þróunarfélög í ferðaþjónustu.