Ferðamáladeild fjölmenn á Mannamótum

Starfsfólk Ferðamáladeildar kynnti starfsemi deildarinnar á Mannamótum markaðsstofanna nýverið og skoðaði þá fjölbreyttu ferðaþjónustu sem í boði er um allt land. Núverandi nemendur á grunn og framhaldsstigi tóku einnig þátt.

Mikill fjöldi brautskráðra nemenda við deildina kynnti sína starfsemi á viðburðinum og var sérstaklega ánægjulegt að upplifa hversu margir höfðu ýmist byrjað að vinna sínar viðskiptahugmyndir í náminu og/eða þróað sína starfsemi í gegnum nám við Ferðamáladeild. Þannig var gaman að sjá skýr dæmi um áhrif námsins á nýsköpun og þróun í atvinnugreininni.

Um 1500 manns tók þátt í Mannamótum í Kópavogi að þessu sinni og er það metfjöldi. Á Mannamótum kynna ferðaþjónustuaðilar frá öllum landshlutum á landsbyggðinni fjölbreytta þjónustu sína fyrir ferðaskrifstofum og öðrum væntanlegum viðskiptavinum. Einnig voru þar ýmir aðilar úr stoðkerfi greinarinnar. Sjá nánar: https://www.markadsstofur.is/