Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Rannsóknamiðstöð ferðamála, í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann á Hólum, stendur fyrir pallborðsumræðum um ferðamál fimmtudaginn 30. október kl. 13:30-15:00 í Háskólabíói 2.
Umræða um ferðaþjónustu og ferðamál á Íslandi hefur verið áberandi á undanförnum vikum. Þannig var til dæmis 104. tölublað Heimildarinnar lagt undir umfjöllun um ferðaþjónustu undir forsíðufyrirsögninni: Ferðamannalandið Ísland: Sáu ferðamenn í fyrsta sinn sem plágu. Í fókus var ferðaþjónustuþorpið Vík í Mýrdal en einnig var almennt fjallað um gjaldskyldu á bílastæðum, öryggismál, átroðning ferðamanna, lúxusferðamennsku og álag á heilbrigðisþjónustu og löggæslu. Ferðaþjónustuaðilum fannst mörgum sem þetta væri einhliða umfjöllun og jákvæðar hliðar aukinnar ferðamennsku lítt dregnar fram.
Nánari upplýsingar um viðburðinn má sjá hér: https://www.rmf.is/is/um-rmf/frettir/ferdamannalandid-island-med-sjalfbaerni-og-sanngirni-ad-leidarljosi?fbclid=IwY2xjawNlps9leHRuA2FlbQIxMQABHltL4IxkTgyebDNeoFVcdnBNHmAZzz57Pfrms8-PedhTSo_6q_KPAmfhshLc_aem_vHfPtMVbsDg7vgyCzK8rrw