Fjöldi erlendra nemenda við hestafræðideild

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 1.okt. sl. var fjallað um Hestafræðideild Háskólans á Hólum. Umfjöllunina er einnig hægt að sjá á visir.is, þar kemur fram að um fjörutíu prósent nemenda við hestafræðideild á Hólum eru útlendingar og eitt af inntökuskilyrðunum við deildina er að kunna að tjá sig á íslensku. Öll kennsla við deildina fer fram á íslensku og þurfa nemendur því að geta talað tungumálið, auk þess sem hluti námskeiða hjá fyrsta árs nemendum felst í að kenna grunnskólabörnum í Skagafirði reiðmennsku.
Háskólinn á Hólum er eini skólinn í heiminum sem býður upp á háskólagráðu í reiðmennsku- og reiðkennslu og er því í forystuhlutverki hvað það varðar.