Fyrirlestraröð ferðamáladeildar

Annar fyrirlestur vetrarins í fyrirlestraröð ferðamáladeildar verður haldinn miðvikudaginn 24. nóvember nk. kl 13:00 - 14:00. Þar mun Gústaf Gústafsson, aðjúnkt við Háskólann á Hólum flytja erindi um ábyrga ferðaþjónustu. Erindið fer fram á zoom slóðin er: https://eu01web.zoom.us/j/6851664244 og eru allir velkomnir.  

Vaxandi áhugi er á að finna leiðir til þess að hvetja fyrirtæki til þess að axla meiri ábyrgð. Rannsóknin sem erindið byggir á skoðar hvaða þættir hafa áhrif á innleiðingu ábyrgrar ferðaþjónustu hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum í ferðaþjónustu á Íslandi.

Gústaf Gústafsson er með MSc gráðu í ábyrgri stýringu ferðaþjónustu, aðjúnkt við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum og doktorsnemi við Leeds Beckett háskólann í Bretlandi.