Fyrirlestraröðin Vísindi og grautur: áhrif Covid19 á viðskiptamódel í ferðaþjónustu

Fyrirlestraröð Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum

Miðvikudag 22. mars kl. 11.15-12.00
Slóðin á fyrirlesturinn er https://eu01web.zoom.us/j/67922684583

Að þessu sinni mun Björn M. Sigurjónsson lektor, hjá Erhversakademi í Danmörk segja frá rannsókn sinni um áhrif Covid19 á viðskiptamódel í ferðaþjónustu. Björn gerði samanburð á ferðamennsku á Íslandi, Lettlandi og í Danmörk þar sem Ísland hefur mjög mikla sérstöðu í samanburði við hin löndin. Sérstaklega er fjallað um þau dreifingar- og viðskiptamódel sem eru að koma upp á Íslandi sem eru mjög áhugaverð og svo breytt notendahegðun á mörkuðum í Danmörku, sem fyrirtækin eiga erfitt með að bregðast við. Rannsókn Björns hefur staðið í á annað ár og henni líkur nú á vormánuðum 2023.

Fyrirlesturinn kemur svo aðeins inn á ástandið eftir Covid19, þar sem Úkraínu stríðið hefur miklu alvarlegri áhrif á ferðaþjónustuna í Danmörku heldur en Covid19, hins vegar virðast áhrifin á Íslandi vera mun minni.

Allir eru velkomnir til að hlusta á fyrirlesturinn.