Fyrirlestraröðin Vísindi og grautur: myrkurgæði sem ferðavara

Myrkurgæði – nýsköpun í ferðaþjónustu

Hvenær: Fimmtudagurinn 24. nóvember 2022 kl. 11.15-12.00
Hvar:
á netinu, slóðin á fyrirlesturinn er https://eu01web.zoom.us/j/64024730179

Fyrsti fyrirlestur vetrarins fjallar um hvernig ferðaþjónustan geti nýtt sér myrkurgæði til að skapa nýja ferðavöru. Kjartan Bollason lektor við Háskólann á Hólum og Magnea Lára Elínardóttir BA nemi við Ferðamálafræðideild Háskólans á Hólum og starfsmaður í Dark Sky Ecotourism Erasmus+ myrkurgæðaverkefnis.
Kjartan og Magnea Lára segja frá gerð og þróun fræðsluefnis fyrir fyrirtæki og samfélög um hvernig nýta megi myrkrið í ferðavörur sem fyrirtækin eru með í boði og skapa nýjar.
Myrkurgæðaferðaþjónusta einkennist af gestum sem ferðast til afskekktra, óupplýstra svæða á landi eða vatni til að fylgjast með fyrirbærum á himnum, eins og stjörnum, reikistjörnum, tungli, geimþokum, stjörnuþyrpingum eða vetrarbrautum. Ferðamenn geta skoðað himininn með berum augum eða með hand- eða stjörnusjónaukum.
Upplifun gesta af myrkum himni getur einnig blandast öðrum viðfangsefnum líkt og stjörnuljósmyndun eða að hlusta á sögumann (Dalgleish et al., 2022).
Á fyrirlestrinum verður sagt frá dæmum úr íslenskri ferðaþjónustu og fjallað um hvernig fyrirtæki geta skapað nýjar upplifanir fyrir ferðamenn. Við slíka vöruþróun er fylgt markmiðum um sjálfbæra ferðaþjónustu.

Hægt er að hlusta á viðtal við Kjartan Bollason á Morgunvaktinni á rúv, (viðtalið byrjar á 01:16:50 mín.). Hægt er að horfa á fyrirlesturinn og sjá glærunar hér