Fyrrum lektor við Ferðamáladeild hlýtur fálkaorðu

Sigríður er fyrst frá hægri. MYND/Sigurjón Ragnar
Sigríður er fyrst frá hægri. MYND/Sigurjón Ragnar

Fyrrum lektor við Ferðamáladeild hlýtur fálkaorðu

Sigríður Sigurðardóttir var nú í upphafi árs sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til varðveislu torfbæja og annarra menningarminja. Sigríður starfaði um árabil sem lektor við Háskólann á Hólum eftir farsælt starf sem safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga ofl. Áður hafði hún einnig komið að stundakennslu og öðrum verkefnum við skólann. Í starfi sínu við Ferðamáladeild sinnti hún rannsóknum og fræðslu um torfbyggingar, íslenska tungu og annan menningararf þjóðarinnar af miklum metnaði og fagmennsku. Framlag hennar í þessum efnum er ómetanlegt og viðurkenningin verðskulduð.

Háskólinn á Hólum óskar Sigríði innilega til hamingju með fálkaorðuna og þakkar hennar framlag til starfsemi skólans í gegnum tíðina.