Greinasafn um íslenska matarmenningu

Nýlega kom út bókin „Til hnífs og skeiðar“. Um íslenska matarmenningu“. Um er að ræða þverfaglegt greinasafn þar sem matarmenning á Íslandi er skoðuð í nútíma og í sögulegu samhengi.
Höfundar koma meðal annars úr sagnfræði, þjóðfræði, viðskiptafræði, næringarfræði og ferðamálafræði. Laufey Haraldsdóttir lektor í Ferðamáladeild skrifar ritrýnda grein í bókinni sem nefnist „Skyramisú og Brodd Brulée: Hnattrænir og staðbundnir straumar í ferðamennsku samtímas“. Þar er skoðað hvernig matur í ferðaþjónustu nútímans er skurðpunktur hnattrænna strauma og staðbundinna hefða, þar sem keppikefli gestgjafa er að skapa upplifun fyrir gesti sína. 

Nánar má lesa um bókina hjá Háskólaútgáfunni: Til hnífs og skeiðar - Um íslenska matarmenningu - Háskólaútgáfan (haskolautgafan.is) og bókina má m.a. nálgast hjá Pennanum-Eymundsson og í Bóksölu stúdenta.