Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Háskólinn á Hólum sinnir einstökum námsþáttum í háskólastarfi á Íslandi, þ.e. ferðamálafræði, fiskeldis- og fiskalíffræði og hestafræði og hefur skapað sér mikilvægan sess í íslensku háskólaumhverfi. Skólinn hefur eflst og dafnað á undanförnum árum. Nú í haust mun skólinn bjóða í fyrsta sinn upp á meistaranám í hestafræðum.
Skólinn hefur nýlega lokið endurskoðun á framtíðarsýn skólans og mótað stefnu fyrir árin 2021-2025. Jafnframt hefur skólinn farið í umfangsmiklar greiningar á styrkleikum og tækifærum í akademísku starfi skólans í stofnunarúttekt á vegum gæðaráðs íslenskra háskóla og greint styrkleika og tækifæri í innra skipulagi skólans með aðstoð ráðgjafa á vegum Inventus og Birki ráðgjafar.
Framtíðarsýn Háskólans á Hólum er að efla enn frekar tengsl sín við atvinnulífið, skapa sér stærri sess í alþjóðlegu háskólaumhverfi og efla þátttöku í nýsköpun, ásamt því að efla gæða- og þróunarstarf og stuðning við mannauðsmál. Til að framfylgja þessari framtíðarsýn tekur gildi nýtt skipurit skólans þann 1. september næstkomandi, þar sem bæði eru komin ný leiðtogastörf og skerping á störfum stjórnenda og í stoðþjónustu. “Endurskoðun skipurits háskólans samhliða innri og ytri rýni á þróun skólastarfsins er mikilvægt skref til þess að fylgja eftir metnaðarfullri stefnu háskólans til næstu ára“ segir Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor. “Háskólinn á Hólum er sérhæfður öflugur háskóli sem ætlar sér enn ríkara hlutverk á fræðasviðum sínum á næstu misserum.”