Haustfundur samstarfsnefndar um gæðamál háskóla haldinn á Hólum

Frá vinstri: Anna Jóna Kristjánsdóttir gæðastjóri Háskólans á Hólum, Rebekka Silvía Ragnarsdóttir, v…
Frá vinstri: Anna Jóna Kristjánsdóttir gæðastjóri Háskólans á Hólum, Rebekka Silvía Ragnarsdóttir, verkefnastjóri stefnu- og gæðamála hjá Háskóla Íslands, Elín Þórhallsdóttir gæða- og skjalastjóri Listaháskóla Íslands, Þorgerður Edda Hall sérfræðingur hjá Gæðamati Háskóla, Lísbet Hannesdóttir verkefnastjóri gæða- og mannauðsmála við Háskólann á Akureyri, Vaka Óttarsdóttir gæða- og mannauðsstjóri Háskólans á Akureyri, Einar Hreinsson gæðastjóri Háskólans á Bifröst, Lísa Margrét Gunnarsdóttir forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, Lilja Margrét Óskarsdóttir gæðastjóri Landssamtaka íslenskra stúdenta, Lára Gunndís Magnúsdóttir kennslustjóri Háskólans á Hólum, Guðrún Ragna Hreinsdóttir gæðastjóri Háskólans í Reykjavík, Anna Björk Haralsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri Landbúnaðarháskóla Íslands, Guðmunda Smáradóttir mannauðs- og gæðastjóri Landbúnaðarháskóla Íslands og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri Gæðamats Háskóla

Árlegur haustfundur samstarfsnefndar um gæðamál háskóla var haldinn á Hólum við lok síðustu viku. Samstarfsnefndin samanstendur af gæðastjórum íslenskra háskóla og fulltrúum Landssamtaka íslenskra studenta. Starfsfólk skrifstofu gæðamats háskóla tók einnig þátt í fundinum.

Á fundinum var meðal annars rætt um nálgun háskólanna að gæðakerfum þeirra og innra gæðamat á stoðþjónustu. Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum ávarpaði hópinn og sagði frá vinnu við stofnun háskólasamstæðu með Háskóla Íslands.