Heimsókn ráðherra

Þann 4. mars sl. sótti nýr ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar Háskólann á Hólum heim. Ráðherra hitti yfirstjórn háskólans ásamt deildarstjórum háskóladeilda, heimsótti kennslusvæði hestafræðideildar og skoðaði aðstöðu fiskeldis- og fiskalíffræðideildar í Verinu. Veðrið lék við ráðherra og fylgdarlið hennar í þessari ferð og sköpuðust áhugaverðar umræður um starfsemi háskólans, kennslu, rannsóknir og tækifæri til samstarfs á sviði nýsköpunar.