FULLBÓKAÐ Hross til tamningar og þjálfunar.

Frá reiðsýningu útskriftarnema 2024
Frá reiðsýningu útskriftarnema 2024

Um árabil hefur Háskólinn á Hólum átt gott samstarf við hrossaræktendur á öllu landinu um að senda skólanum hross til tamningar og þjálfunar. Það eru 2. árs nemar við Hestafræðideild sem takast á við verkefnið, undir handleiðslu reiðkennara skólans.

Nú er leitað eftir hrossum í vinnuna á haustönn 2024. Tímabilið stendur frá 27. ágúst til 7. desember - með fyrirvara um ófyrirséðar breytingar.

Kallað er eftir hrossum í frumtamningu, á ofangreindu tímabili (27. ágúst til 7. desember):

Úr námskeiðslýsingu: „Nemendur fá verklega þjálfun í frumtamningum og grunnþjálfun, með það að markmiði að skapa gott samband milli manns og hests. Nemendur frumtemja fortamin trippi þar sem lögð er áhersla á andlegt og líkamlegt jafnvægi þeirra, samstarfsvilja og traust. Fjallað er um grunnþjálfun, s.s. bætta svörun og aukið samspil hvetjandi og hamlandi ábendinga, mikilvægi framhugsunar, andlegs jafnvægis og að hreyfingar séu frjálsar og óþvingaðar. Unnið er að betra jafnvægi hestsins á gangtegundum. Ítarlega er fjallað um líkamsbeitingu, sveiganleika, jafnvægi til hliðanna og stjórn yfirlínu á grunnþjálfunarstigi. Farið er í teymingar á hesti, reið á víðavangi, vinnu við hendi og langan taum“.

Forkröfur: Aðeins verður tekið á móti trippum fæddum 2020 og 2021. Þau komi fortamin (a.m.k. bandvön). Trippin þurfa að hafa náð góðum þroska. Æskilegt er að þau séu undan 1. verðlauna stóðhestum. Ekki er tekið við ógeltum folum.

Kostnaður - fyrir allt viðkomandi tímabil (ber ekki virðisaukaskatt), er kr. 205.000

Innifalið: Allt uppihald, auk járninga, ormalyfsgjafar og munnskoðun framkvæmt af dýralæknir. Komi til þess að kalla þurfi til dýralækni til að sinna trippinu (vegna slyss eða veikinda), ber eigandi ábyrgð á greiðslu kostnaðarins.

Þeim sem hafa hug á að koma hrossum að í frumtamningu á áðurnefndu tímabili er bent á að leggja inn pöntun sem allra fyrst.

Athugið: Hesturinn er námsgagn nemandans á meðan á námskeiðinu stendur og gilda lög um persónuvernd þ.e.a.s skólinn gefur ekki upplýsingar um framvindu nemandans á meðan námi stendur né afhendir aðrar upplýsingar um nemandann. Öll samskipti varðandi hestinn skulu fara fram í gegnum umsjónarkennara námskeiðsins.

 

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband í gegnum netfangið sihe@holar.is

 

Upplýsingar skulu skráðar í þetta eyðublað.

 

https://forms.office.com/e/mu0QhsWFAz