Ísólfur Líndal aðstoðarþjálfari A-landsliðs í hestaíþróttum

Ísólfur Líndal, reiðkennari við Háskólann á Hólum, var nýlega ráðinn sem aðstoðarþjálfari A-landsliðshóps Landssambands hestamannafélaga (LH).
Ísólfur hefur verið í toppbaráttunni sem knapi á flestum mótum síðastliðin ár og vinnur einnig gott starf sem reiðkennari við Háskólann á Hólum. Það gleður okkur því að sjá að einnig landsliðið fái að njóta þjálfarahæfileika hans, við hlið Sigurbjarnar Bárðarsonar landsliðsþjálfara.
Einnig erum við stolt af því að flestir af knöpunum í A-landsliðinu eru fyrrverandi nemendur við hestafræðideild Háskólans á Hólum. Einn af landsliðsknöpunum, Þórarinn Eymundsson, er þar að auki reiðkennari við Háskólann á Hólum.
Það er alltaf gaman að sjá okkar fólk keppa og þjálfa fyrir hönd Íslands og við óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis. Áfram Ísland!