Kynbótasýningar á Hólum

Konráð Valur Sveinsson og Seiður frá Hólum Mynd. Elisabeth Jansen.
Konráð Valur Sveinsson og Seiður frá Hólum Mynd. Elisabeth Jansen.

Sýnendum stendur til boða að leigja stíur í hesthúsinu Brúnastöðum á Hólum á meðan á kynbótasýningum stendur. Sólarhringsgjald fyrir stíu er 2000 kr. og greiðist til Hesthóla ehf. Gjald fyrir fóður, umsjón með pöntunum og undirburð er 1000 kr., greiðist til Háskólans á Hólum. Tekið er á móti pöntunum í netfangið hesthus@holar.is

 Vinsamlega takið fram í pöntuninni fjölda hesta, nafn og símanúmer og kennitölu knapa. Greiðendur munu svo fá greiðsluseðil frá Háskólanum á Hólum og Hesthólum ehf. Nánari upplýsingar má nálgast í síma 8927706.