Kynbótasýningar á Hólum í júní – 3.-7. júní, 10.-14. júní og 18.-21. júní 2024

Kynbótasýningar á Hólum í júní – 3.-7. júní, 10.-14. júní og 18.-21. júní 2024

Sýnendum stendur til boða að leigja stíur í hesthúsinu Brúnastöðum á Hólum. Sólarhringsgjald fyrir stíu er 2000 kr. og greiðist til Hesthóla ehf. Gjald fyrir fóður og undirburð er 1500 kr. og greiðist til Háskólans á Hólum. Tekið er á móti pöntunum í netfangið hesthus@holar.is.

Vinsamlega takið fram í pöntuninni fjölda hesta, nafn og símanúmer tengiliðs ásamt nafni og kennitölu greiðanda. Auk þess komudag hestanna og fjölda nátta.

Nánari upplýsingar má nálgast hjá Ágústu í síma 7713881.