Laus störf

Kennslustjóri 
Viltu vera „hjarta háskólans“? Um er að ræða spennandi og krefjandi starf við mótun og þróun kennslustefnu skólans, nemendabókhald, námskynningar, samskipti við nema o.fl. Kennslustjóri vinnur náið með starfsmönnum og stjórnendum skólans til að tryggja vandaða og góða kennslu.  

Sérfræðingur á fjármálasviði 
Ertu snillingur í fjármálum? Við leitum að aðila sem þrífst á því að sinna fjölbreyttum verkefnum, býr yfir nákvæmni og skipulagi og sér tækifæri í tækninni. Frábær möguleiki til að taka þátt í mótun fjármálaverkefna í samstarfi við stjórnendur og starfsmenn. Um er að ræða starf án staðsetningar.    

Starfsmaður við fiskeldistilraunir 
Hefurðu brennandi áhuga á rannsóknum og kynbótum? Áhugavert starf við fiskeldistilraunir í bleikjukynbótastöðinni okkar, sem rekin hefur verið á Hólum í Hjaltadal í meira en 30 ár. Starfið hentar vel fyrir aðila með þekkingu og reynslu á sviði fiskeldis og/eða líffræði.   

Öryggis- og staðarumsjónarmaður 
Hefurðu gaman af almennu viðhaldi og samskiptum við verktaka? Gefandi starf með yfirumsjón með fasteignum háskólans. Þar á meðal eru bæði sögulegar byggingar og nýbyggingar, reiðhallir, fiskeldisstöðvar o.fl. Framundan eru einnig miklar framkvæmdir á húsnæði og svæði skólans.  

 

Á Hólum er fjölskylduvænt samfélag, falleg náttúra og sögurík umgjörð. Á staðnum eru einnig leikskóli og grunnskóli. Háskólinn aðstoðar við að útvega húsnæði í Skagafirði ef þess er þörf.   

Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga um opinbera háskóla nr. 85/2008. Launakjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.    

Um 100 % stöður er að ræða. Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember 2022 og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um störfin veitir Íris Dögg Björnsdóttir mannauðsráðgjafi, hr@holar.is.  

Ítarlegri upplýsingar og umsóknir um störfin eru á starfatorg.is