Nýir fulltrúar háskólasamfélagsins í háskólaráði

Þann 21. apríl s.l., var haldinn árlegur Háskólafundur Háskólans á Hólum. Dagskrá fundarins var kosning tveggja fulltrúa háskólasamfélagsins í nýtt háskólaráð. Fjórir starfsmenn buðu sig fram, en það voru (í stafrófsröð): Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir, Kári Heiðar Árnason, Rakel Þorbjörnsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir. Niðurstaða kosningarinnar var sú að þær Sigríður og Guðrún teljast rétt kjörnir fulltrúar en Kári og Rakel varamenn þeirra.

Sigríður og Guðrún taka við setu í háskólaráði af Ingibjörgu Sigurðardóttur og Stefáni Óla Steingrímssyni. Varamenn þeirra hafa verið Sveinn Ragnarsson og Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir.
Háskólasamfélagið óskar nýjum fulltrúum til hamingju og þakkar þeim Stefáni, Ingibjörgu og Sveini fyrir þeirra framlag til starfa í háskólaráði.