Nýnemadagar vel heppnaðir

Tekið var á móti nýjum nemendum frá öllum deildum á nýnemadögum, sem voru dagana 30. ágúst til 1. september. Farið var yfir verklag í háskólanámi og gefið yfirlit um störf og samfélag skólans. Meðal annars var rætt um mikilvægi skólans fyrir menningu og atvinnulíf, ekki síst fyrir sérsvið skólans sem snerta mikilvægar starfsgreinar í samfélagi nútímans.
Háskólinn á Hólum býður alla nemendur sína hjartanlega velkomna til námsins.