Nýr deildarstjóri Hestafræðideildar

Elísabeth Jansen lektor hefur verið skipuð tímabundið sem deildarstjóri við Hestafræðideild Háskólans á Hólum. Elisabeth er með meistarapróf í umhverfis-og auðlindafræðum. Fráfarandi deildarstjóri Sveinn Ragnarsson dósent hefur stýrt Hestarfæðideildinni síðustu níu ár en mun nú snúa sér að kennslu og rannsóknum.

Við óskum þeim báðum velfarnaðar í starfi.