Ráðstefnan Íslenska þjóðfélagið 2025 – Einstaklingur og samfélag

Dagskrá 24. og 25. maí.
Dagskrá 24. og 25. maí.

Háskólinn á Hólum býður fræðafólk, nema og aðra áhugasama velkomin á XVII. ráðstefnu Íslenska þjóðfélagsins, sem fer fram dagana 23.–24. maí 2025 á Hólum. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Einstaklingur og samfélag og miðast hún við að skoða gagnverkandi tengsl einstaklinga og samfélaga í síbreytilegu umhverfi.

Ráðstefnan er vettvangur til að kynna nýjustu rannsóknir, dýpka umræðu og efla þverfræðilegt samstarf. 

Ráðstefnugjald er 25.000 kr. (hækkar í 28.000 kr. eftir 1. maí). Innifalið eru ráðstefnugögn, tveir léttir hádegisverðir og kaffiveitingar. Háskólanemar taka þátt án endurgjalds en greiða fyrir hádegisverði. Hátíðarkvöldverður í Kakalaskála er á 11.900 kr. Skráning og greiðsla fara fram í vefverslun Háskólans á Hólum. 


Dagskrá (23.–24. maí)

Föstudagur 23. maí

  • 08:15 – Skráning opnar og ráðstefnugögn afhent.

  • 09:15 – Setning ráðstefnunnar: Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor HH

  • 09:30 – Lykilfyrirlestur: Þorskur og þjóðfélagGuðbjörg Ásta Ólafsdóttir

  • 10:30–15:30 – Málstofur um menntamál, samfélagsmál, ferðamál og efnahagsmál

  • 17:30 – Vettvangsferð í Kakalaskála

  • 19:30 – Hátíðarkvöldverður í Kakalaskála

Laugardagur 24. maí

  • 10:00 – Lykilfyrirlestur: Between Sovereignty and Integration: Iceland’s long road to the EUMagnús Árni Skjöld Magnússon

  • 11:00–13:30 – Málstofur um samfélagsmál, jafnréttismál, byggðamál, vinnumarkaðsmál, menntamál og sumardvöl í sveit.

  • 14:00 – Ráðstefnuslit og kveðjukaffi

Ítarlega dagskrá með öllum erindum og tímum má sjá á meðfylgjandi myndum.

 

Frekari upplýsingar veitir Anna Guðrún Edvardsdóttir (arun@holar.is).