Samningar um samstarfsverkefni háskólanna undirritaðir

Samningar um samstarfsverkefni sem hlutu styrk við úthlutun úr verkefninu Samstarf háskóla snemma á árinu voru formlega undirritaðir í dag. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra undirritaði samningana ásamt rektorum og/eða fulltrúum allra háskóla landsins. Háskólinn á Hólum er samstarfsaðili í 8 verkefnum af 25 og leiðir 3 verkefni. Verkefnin sem Háskólinn á Hólum leiðir er Stofnun akademíu íslenska hestsins, sameiginlegt nám í ferðamálafræði á ensku og samstarf á háskólastigi um uppbyggingu náms og rannsókna í sjálfbæru lagareldi.