Sögulegt íslandsmeistaramót á Hólum

Myndataka Violetta Mogwitz 
Myndataka Violetta Mogwitz 

Um helgina tókum við þátt í að marka ný spor í íslenskri hestamennsku þegar það var haldið hér á Hólum Íslandsmeistaramót í járningum með opnum alþjóðlegum flokki.
Þetta var í fyrsta sinn sem slíkur flokkur er hluti af Íslandsmeistaramóti og vakti það mikla athygli meðal fagfólks, nemenda og áhugafólks um hestamennsku.

Að auki var skeifnasmíði í fyrsta sinn hluti af Íslandsmeistaramótinu, sem er mikilvægt og jákvætt skref í þróun greinarinnar. Innleiðing skeifnasmíði inn í mótið er liður í því að efla faglegt starf og sýna breidd og sérhæfingu þeirra sem starfa í járningum og hestafræðum.

Viðburðurinn var haldinn í samstarfi við Járningarmannafélag Íslands og var þátttaka bæði góð og fjölbreytt. Fjöldi gesta lagði leið sína á Hóla til að fylgjast með keppninni og skapaðist skemmtileg stemning á staðnum um helgina.

Háskólinn á Hólum vill þakka öllum keppendum, dómurum, gestum og samstarfsaðilum fyrir frábæran og fagmannlegan viðburð.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur aftur á næstu viðburðum og halda áfram að þróa og efla hestamennsku á Íslandi.