Starfsemi hafin að nýju og sögulegur fundur rektora

MYND/Kristinn Ingvarsson
MYND/Kristinn Ingvarsson

Starfsemi Háskólans á Hólum er komin í gang eftir jólafrí og eru ýmis verkefni unnin samhliða kennslu og rannsóknum. Samstarfsnefnd háskólastigsins kom saman sl. þriðjudag og þar komu saman í fyrsta sinn allar sjö konurnar sem leiða íslenska háskóla. Frá vinstri til hægri: Hólmfríður Sveinsdóttir, rektorinn okkar við Háskólan á Hólum, Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík og Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands.