Stór hópur við rannsóknir hjá fiskeldis- og fiskalíffræðideild

Hluti af erlendu nemendum sem koma sem skiptinemar í Fiskeldis- og fiskalíffræðideild í starfsnám.
Hluti af erlendu nemendum sem koma sem skiptinemar í Fiskeldis- og fiskalíffræðideild í starfsnám.

Við fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum er unnið öflugt rannsóknastarf, sem hefur eflst og aukist á síðustu árum. Er það vegna fjölgunar starfsmanna deildarinnar, og aukinna tekna til rannsókna. Mikilvægur þáttur rannsóknastarfs er þjálfun og menntun ungra vísindamanna. Fjölmargir meistara- og doktorsnemar stunda nám sitt undir leiðsögn sérfræðinga deildarinnar. Einnig fer fjölgandi þeim erlendu nemendum sem koma sem skiptinemar í starfsnám. Flestir eru þessir nemendur hér yfir sumarmánuðina og koma að fjölbreyttum verkefnum, bæði á rannsóknastofu og úti í náttúrunni. Nú eru sextán skiptinemar að störfum við deildina og fleiri eru væntanlegir á næstu mánuðum. Alls munu um þrjátíu skiptinemar afla sér slíkrar menntunar hér á árinu 2021.