Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Nýlega var úthlutað úr Innviðasjóði og hlaut Háskólinn á Hólum þar tæplega 10 milljóna króna styrk til uppbyggingar á færanlegri rannsóknarstofu til sjávar- og vatnarannsókna. Hún verður full útbúin búnaði, svo sem smásjá, víðsjá, vigtum og myndavélabúnaði, til þess að stunda vistfræðirannsóknir úti á mörkinni allan ársins hring. Vinnan við uppbyggingu á færanlegri rannsóknarstöfu fer strax af stað og er gert ráð fyrir að hægt verði að nýta hana næsta sumar.
Færanlega rannsóknarstofan er vagn sem er innréttaður með aðstöðu til vísindarannsókna, með borðum, rennandi vatni, rafmagni o.s.frv. Vagninn verður upphitaður og með salernisaðstöðu. Með vagninum kemur einnig tækjabúnaður, sem nýtist bæði í honum og inni á rannsóknarstofum háskólans, auk þess sem hægt er að nýta í vagninum þau tæki sem skólinn á fyrir. Þessi nýju tæki eru fullkomin víðsjá og smásjá, vogir og ljósmyndabúnaður til ljósmyndunar á fiskum og öðrum lífverum.
Starfsfólk og nemar fiskeldis- og fiskalíffræðideildar urðu að sjálfsögðu kampakát þegar þegar úthlutunin var opinberuð. Við skiljum það mætavel, enda verður þessi færanlega rannsóknarstofa mikilvægt verkfæri í framtíðarrannsóknum skólans um leið og hún bætir aðbúnað og eykur sveigjanleika í starfi. Við fögnum því með deildinni og óskum þeim til hamingju með styrkinn.