Sviðsstjóri rannsókna, nýsköpunar og kennslu

Laust er til umsóknar starf sviðsstjóra rannsókna, nýsköpunar og kennslu við Háskólann á Hólum.

  • Ábyrgð og helstu verkefni
    • Yfirumsjón með sviði rannsókna-, nýsköpunar og kennslu.
    • Leiðir teymi sviðsins með faglegum hætti.
    • Leiðir vinnu við endurskoðun á stefnu og áætlunum á sviði rannsókna, nýsköpunar og kennslu og fylgir eftir.
    • Vinnur að eflingu tengslanets skólans á sviði rannsókna, nýsköpunar og kennslu.
    • Vinnur að mótun og framkvæmd nýsköpunarverkefna fyrir hönd skólans.
    • Vinnur að eflingu og þróun kennsluhátta í skólanum.
  • Menntunar- og hæfnikröfur
    • Háskólapróf, MA/MS sem nýtist í starfi.
    • Þekking og reynsla af stefnumótun, rannsóknum, nýsköpun og kennslu á háskólastigi.
    • Drifkraftur, leiðtogafærni og greiningarhæfni.
    • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli.
    • Mikil samskipta- og samstarfshæfni.
    • Færni í kynningu hugmynda til mögulegra samstarfsaðila.
    • Reynsla af öflun styrkja er æskileg.
    • Góð almenn tölvukunnátta.

Um 100 % stöðu er að ræða og er umsóknafrestur til og með 3. september 2021. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum. Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf sem rökstyður áhuga og færni viðkomandi í starfið. Umsóknir og fyrirspurnir sendist á netfangið erlabjork@holar.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Um skólann
Háskólinn á Hólum er elsta menntastofnun landsins, staðsett á Hólum í Hjaltadal. Við skólann er boðið upp á gæðanám á grunn- og framhaldsnámsstigi sem og öflugt rannsóknastarf. Háskólinn er miðstöð þekkingar á þremur fræðasviðum: hestafræði, ferðamálafræði og fiskeldis-, sjávar- og vatnalíffræði.

Samfélagið á Hólum
Háskólinn er sérhæfð menntastofnun þar sem nánd einstaklinga er mikil og boðleiðir stuttar. Hann er stoltur þátttakandi í fræðastarfi íslenskra háskóla og leggur sig fram um að auka auð íslensks samfélags með fjölbreyttri kennslu, góðum tengslum við atvinnulífið og öflugu fjölþjóðlegu rannsóknasamstarfi.