Sýnikennsla þriðja árs nemenda á Degi reiðmennskunnar

Þriðja árs nemendur í reiðmennsku og reiðkennslu hjá Háskólanum á Hólum verða með sýnikennslu á Degi reiðmennskunnar og Stórsýningu Fáks sem fer fram laugardaginn 25. mars kl. 10 - 12. Í TM reiðhöllinni í Víðidal, Reykjavík.
Sýnikennslan hjá nemendunum kallast uppbygging reiðhests - skref fyrir skref, frá frumtamningu upp í þjálfun keppnishestsins.
Þetta er sýning fyrir allt áhugafólk um hesta og hestamennsku og við hvetjum fólk til að koma og kíkja á framtíðar reiðkennara frá Háskólanum á Hólum.