Þarft þú hjálp með reiðhestinn þinn?

Í næstu viku taka nemendur á 3. ári við hestafræðideild að sér að aðstoða hinn almenna hestamann við að leysa hegðunarvandmál hjá reiðhestum. Til dæmis ef hesturinn er ókyrr á meðan farið er á bak, er sjónhræddur eða með taktvandamál o.þ.h.

Umráðamaður hests þarf að koma með hann heim að Hólum að morgni mánudagsins 17. maí þar sem nemendur taka við honum og vinna með hann næstu daga. Föstudagsmorguninn 21. maí er hann síðan sóttur og þá skila nemendur honum af sér, ásamt góðum ráðum um hvernig ráðlegt sé að vinna áfram með hann og láta jafnvel leiðbeiningarmyndband fylgja.

Umsóknum fyrir hesta í þetta verkefni þarf að skila í síðasta lagi föstudaginn 14. maí, í tölvupósti til sihe@holar.is eða kova@holar.is. Í tölvuóstinum þarf að taka fram hvert viðfagnsefnið er, sem og aldur hestsins og tamningarstig.