Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Þann 12. desember síðastliðinn varði Johannes Amplatz Meistararitgerð sína frá Hestafræðideild Háskólans á Hólum. Þessi meistaravörn markaði tímamót við deildina þar sem Johannes verður fyrsti neminn til að ljúka meistaragráðu frá deildinni en hann mun formlega útskrifast í maí í vor. Johannes kemur frá Suður-Tíról á Ítalíu og er jafnframt eini Ítalinn með BS próf í reiðmennsku og reiðkennslu frá Hestafræðideildinni. Hann hefur búið á Íslandi í fjöldamörg ár og kennir meðal annars við hestabrautina í Fjölbrautarskóla Suðurlands.
Titillinn á meistararitgerð Johannesar er: Influence of rider-to-horse body weight ratio and horse conformation on competition results at the 2023 World Championships for Icelandic horses, and a survey on horses’ training and health backgrounds.
Á íslensku getur titillinn verið svohljóðandi: Áhrif af hlutfallinu milli líkamsþunga knapa og hests, og sköpulags hesta á keppnisárangur á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins 2023, og könnun á þjálfun og heilsufari hestanna.
Góð mæting var á meistaravörnina heima á Hólum og einnig á streymi.
Johannes stóð sig ljómandi vel í vörninni, stóðst hana og ritgerðina með miklum sóma.
Prófdómari var Dr. Malin Connysson við Sænska Landbúnaðarháskólann (SLU) í Uppsala í Svíþjóð
Í prófnefndinni sátu jafnframt með henni leiðbeinendur Johannesar, Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir dósent við Hestafræðideild Háskólans á Hólum og Professor Anna Jansson, SLU í Uppsala.