Ungt fólk og nýsköpun í (allskonar) hestamennsku

Þorsteinn reiðkennari spjallar við verkefnastjóra frá Svíþjóð og Írlandi
Þorsteinn reiðkennari spjallar við verkefnastjóra frá Svíþjóð og Írlandi

Daganna 27 til 29 Maí kom saman hópur fólks frá Hólum, Svíþjóð, Danmörku og Írlandi til að hefja vinnu við nýtt Erasmus + verkefni sem Ferðamáladeild Háskólans á Hólum leiðir. Verkefnið heitir á engilsaxnesku Young Equine Innovators (skammstafað YEI), síðar á árinu verður opnuð vefsíða um verkefnið með þessu nafni. Á íslensku er verkefnið kallað: ungt fólk og nýsköpun í (allskonar) hestamennsku. Markmið verkefnis er að búa til aðgengilegt fræðsluefni og námskeið fyrir ungt fólk sem vill starfa við nýsköpun í allskonar hestamennsku. Markhópurinn er ungt fólk sem ekki er í háskóla og er að leita.

Á meðan þessum upphafsfundi verkefnis stóð var hestadeildin á Hólum heimsótt og Sigríður deildarstjóri og Þorsteinn reiðkennari tóku á móti hópnum og sögðu frá kennslunni þar og hvernig deildin vinnur með ungu fólki. Farið var í vettvangsferð til Evelyn á Lýtingsstöðum og hesthúsin þar, sem byggð eru úr torfi, skoðuð og rætt um nýsköpun sem felur m.a. í sér að nota gamla handverkið. Einnig sagði Evelyn frá nýsköpunarsögu og framtíðaráætlunum hennar fyrirtækis, sem býður upp á gistingu og hestaferðir í dag og er að byggja um sýningu um íslenska fjárhundinn. Snæddur var kvöldverður á Hofstöðum og nutu nokkrir hestsins á veitingastaðnum í formi steikar um leið og allir möguleikar verkefnis voru ræddu.

Á lokadegi fundar heimsótti deildarstjóri Ferðamáladeildar verkefnisstjóra og sagði frá þeim fjöldamörgu rannsóknum sem hún hefur framkvæmd og tekið þátt í er snúa m.a. að nýsköpun meðal fyrirtækja í hestamennsku, að viðburðum (eins og Landsmótið á Hólum 2016) og mörgum öðrum þáttum sem munu nýtast verkefninu vel. Verkefnið er leitt af Ferðamáladeild Háskólans á Hólum (https://www.holar.is/is ), í samstarfi við atvinnuþróunarfélagið Coompanion Göteborg í Suður Svíþjóð (https://coompanion.se/goteborgsregionen/ ), við European E-learning Institute (EUEI) í Danmörku (https://www.euei.dk/ ), við Momentum ráðgjafafyrirtækið á Írlandi (https://momentumconsulting.ie/ ) og sveitarfélagið Kildare County Council á Írlandi (https://www.kildarecoco.ie/ ).

 

MYNDIR – teknar af aðilum í verkefninu