Úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur lokið úthlutun sinni fyrir árið 2023 og hlaut Háskólinn á Hólum styrki til að ráða námsmenn í þrjú verkefni í sumar. Markmið sjóðsins er að gefa háskólanemum tækifæri til að kynnast rannsóknastörfum og þjálfast í að beita vísindlegum vinnubrögðum. Alls bárust 472 umsóknir til sjóðsins og hlutu 202 verkefni styrk.

Verkefni á vegum Háskólans á Hólum sem hlutu styrk eru:
Brain shape in the Arctic charr. Umsjónarmaður verkefnisins er David Benhaim, prófessor við Fiskeldis – fiskalíffræðideild við Háskólann á Hólum og fékkst styrkur til að ráða einn nema.
Floating homes as innovative housing solution. Umsjónarmaður verkefnisins er Kjartan Bollason, lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum og fékkst styrkur til að ráða einn nema.
Sjálfbærni í stefnu ríkisháskóla á Íslandi. Umsjónarmaður verkefnisins er Anna Guðrún Edvardsdóttir, rannsóknastjóri Háskólans á Hólum og fékkst styrkur til að ráða einn nema.
Þá er gaman frá því að segja að alþjóðafulltrúi skólans, Amber Monroe, sem jafnframt er eigandi Ísponica ehf. fékk einnig styrk til að ráða tvo nema í verkefnið Sustainable Agriculture: The future of farming.

Háskólinn á Hólum óskar styrkþegum til hamingju. Hægt er að skoða úthlutinina nánar á vefsíðu Rannís.