Velunnari skólans í heimsókn

Guðni Ágústsson ásamt Guðjóni Ragnari Jónassyni, rithöfundi og syni hans Ágústi Guðjónssyni sóttu Hóla heim um sl. helgi. Guðni og Guðjón vinna nú að annari bók um Guðna á ferð og flugi og er ætlunin að fjalla um Hóla í bókinni. Hólmfríður rektor og Sveinn deildarstjóri hestafræðideildar tóku á móti gestunum og sýndu þeim aðstöðu hestafræðideildarinnar. Guðni studdi vel við uppbyggingju Háskólans á Hólum í sinni ráðherratíð og er hesthúsið Brúnastaðir skírðir í höfuðið á bænum sem Guðni er ættaður frá. Í hádeginu snæddu gestirnir Hólableikju á Kaffi Hólar og bættust þá við í hópinn Skúli Skúlason, fyrrverandi rektor Háskólans á Hólum og Sólrún Harðardóttir, eiginkona Skúla. Miklar og fjörugar umræður spunnust yfir matnum og var greinilegt að umhyggja Guðna fyrir skólanum er enn mikil.