Ráðandi tungumál í íslenskri ferðaþjónustu

Byggðarannsóknarsjóður Byggðastofnunar hefur veitt Ferðamáladeild Háskólans á Hólum styrk að upphæð 2,5 millj. kr. til rannsóknar um
Ráðandi tungumál í íslenskri ferðaþjónustu.
Rannsakendur eru Sigríður Sigurðardóttir og Anna Vilborg Einarsdóttir, lektorar við deildina ásamt Ágústu Þorbergsdóttur,
sérfræðingi hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Í rannsókninni er staða íslensku í íslenskri ferðaþjónustu skoðuð.
Rannsakendur byggja á niðurstöðum viðhorfskönnunar og gögnum sem þegar hefur verið aflað. Í framhaldinu verða skoðaðar málstefnur
sveitarfélaga og hvort fyrirtæki í ferðaþjónustu, markaðsstofur o.fl. hafa áform um hvernig haga skuli notkun tungumála.
Einkum er skoðað hvernig íslenska er notuð til nafgiftar ferðaþjónustufyrirtækja og í markaðssetningu í ferðaþjónustu.
Um leið er vakin athygli á þeim menningararfi sem felst í tungumálinu.