Til móts við nýja kynslóð - að mæta þörfum háskólanema nútímans

Kennsluakademía opinberu háskólanna heldur ráðstefnu í Veröld – húsi Vigdísar, föstudaginn 22. nóvember 2024 klukkan 9:00-16:00.

Fulltrúar Háskólans á Lagarlífsráðstefnu í Hörpu

Háskólinn á Hólum átti þéttskipað lið á ráðstefnunni Lagarlíf 8. og 9. október síðastliðinn. Ráðstefnan er árleg og er þetta í sjöunda sinn sem hún er haldin. Að þessu sinni var hún með stærra sniði en áður og var haldin í Hörpu. Markmið ráðstefnunnar er að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um lagarlíf og styðja þannig við menntun, rannsóknir, þróun og stefnumótun greinarinnar.

Metfjöldi brautskráðra að hausti

Brautskráning Háskólans á Hólum að hausti fór fram föstudaginn síðastliðinn, 11. október og hafa aldrei verið fleiri brautskráningar að hausti en nú. Alls voru 50 nemendur brautskráðir að þessu sinni. Af þeim sem brautskráðust voru 32 frá fiskeldis- og fiskalíffræðibraut. Þar af luku 27 diplomanámi í fiskeldi og 5 luku meistaranámi í MarBio, sem er samnorrænt nám um framleiðslu og nýtingu sjávarafurða. Einnig voru 18 brautskráð frá ferðamáladeild. Þar af luku tvö diploma í ferðamálafræði, ein lauk BA í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta og ein lauk MA í ferðamálafræði. Einnig voru 14 brautskráð frá ferðamáladeild úr meistaranámi NOFRI, sem er samnorrænt nám í útvistarfræði, en þeirra brautskráningarathöfn fór fram við samstarfsháskóla í Noregi í sumar.

Brautskráning að hausti

Brautskráning Háskólans á Hólum fer fram að Hólum í dag, 11. október, klukkan 14:00. Verið öll velkomin Kaffiveitingar að athöfn lokinni

Bridges verkefnið á Forum on Vocational Excellence 2024

Fulltrúar frá Háskólanum á Hólum og Háskólanum á Akureyri voru á dögunum staddir í Lyon í Frakklandi, ásamt samstarfsskólum frá hinum norðurlöndunum, til að kynna Evrópusamstarfsverkefnið Bridges á ráðstefnunni Forum on Vocational Excellence 2024. Ráðstefnan er árlegur vettvangur þeirra verkefna innan menntaáætlunar Evrópusambandsins, sem heyra undir Miðstöðvar Framúrskarandi Verkmenntunar.

Nordic Bridge

Háskólinn á Hólum tekur þátt í verkefni sem styrkt er af Northern Periphery and Arctic sjóðnum (NPA). Verkefnið hefur hlotið nafnið Nordic Bridge og eru samstarfsaðilar NORD University, sem leiðir verkefnið, Lapland University of Applied Science, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE), NCE Aquaculture og Bodø Næringsforum. Um er að ræða forverkefnisstyrk þar sem grunnur verður lagður að stærra verkefni en umsókn. Skipulagðar hafa verið þrjár vinnustofur, í Noregi, á Íslandi og í Finnlandi. Vinnustofan í Noregi hefur nú þegar farið fram en áætlað er að halda vinnustofu á Akureyri þann 15. september nk og síðasta vinnustofan verður svo haldin í nóvember í Finnlandi. Tengiliður og þátttakandi í verkefninu er Anna Guðrún Edvardsdóttir, rannsóknastjóri. Hægt er að kynna sér verkefnið nánar á slóðinni https://www.holar.is/is/rannsoknir/nordic-bridge# eða hafa samband við verkefnastjóra í tölvupósti arun@holar.is.

Hross til sölu

Háskólinn á Hólum auglýsir eftirfarandi hross til sölu:

Velkomin á nýnemadaga

Haustið bankar uppá með árlegri tilhlökkun til komandi verkefna. Við á Hólum bjóðum nýnema velkomin til starfa með hæfilegri blöndu af fróðleik, skemmtun, kynningum og næringu. Nýnemadagar verða 26.-27. ágúst næstkomandi samkvæmt dagskrá sem send hefur verið út til allra sem væntanleg eru til náms. Í framhaldi af þeim hefjast fyrstu staðloturnar í Fiskeldis- og fiskalíffræðideild og ferðamáladeild og staðkennsla í hestafræðideild.

Skúli Skúlason prófessor hlýtur verðlaun Breska fiskifræðifélagsins

Breska fiskifræðifélagið (Fisheries Society of the British Isles) er alþjóðlegt félag sem styður við fræðastörf er tengjast fiskum, fiskalíffræði og nýtingu fiska. Félagið gefur út tímaritið Journal of Fish Biology og veitir styrki til rannsókna. Til þess að vekja athygli á fiskrannsóknum og til að heiðra framúrskarandi vísindamenn veitir félagið heiðursverðlaun árlega.

Hraunhellar við Mývatn – Búsvæði bleikju og smádýra – nýjar greinar.

Mývatn er um margt einstakt þegar kemur að fjölbreytileika náttúrunnar, sem sést bæði í jarð- og líffræði svæðisins. Umhverfis vatnið má finna marga vatnsfyllta hraunhella, sem heimamenn kalla gjár, og eru hvað algengastir í Haganesi og austan við fjallið Vindbelg. Í þessum hellum má víða finna dvergvaxið afbrigði bleikju – gjáarlontu