Forsvarsfólk helstu fiskeldisfyrirtækja landsins heimsótti Hóla

Forsvarsfólk helstu fiskeldisfyrirtækja landsins heimsótti Hóla á dögunum til þess að taka þátt í vinnustofu um verknám í fiskeldi. Vinnustofan var liður í norræna samstarfsverkefninu BRIDGES sem hefur það meðal annars að markmiði að efla samstarf skóla og iðnaðar.

Hólanemar héldu fjölbreytta ráðstefna um Viðburðastjórnun í Hörpu

Nemendur í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum héldu í síðustu viku glæsilega ráðstefnu um stöðu viðburðastjórnunar á Íslandi. Hátíðin var haldin á Björtuloftum í Hörpu í góðu samstarfi við starfsfólk Hörpu.

Dregið út í Hólahappi

Dregið var út í Hólahappi í dag. Hólahappið var skemmtilegur leikur þar sem fólk sem kom og kynnti sér Háskólan á Hólum á kynningum á Háskóladögum.

Rannsóknarskýrsla um ábyrga eyjaferðaþjónustu komin út

Út er komin skýrsla ferðamáladeildar Háskólans á Hólum (HH) og Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála RMF) sem ber heitið Ábyrg eyjaferðaþjónusta: sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu í Grímsey og Hrísey.

Fjölbreytni í þjálfun

Það eru endalausar leiðir til að tengjast hestum og þjálfa þá - hver verður þín?

Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda – nýtt verkefni

Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda (The Nordic Biodiversity Framework) er nýtt verkefni samstarfsvettvangsins BIODICE sem nýlega fékk styrk (um 31 mkr.) frá Norræna vinnuhópnum um líffræðilega fjölbreytni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.

Sjálfbært eldi, ræktun og nýting lagalífvera á Íslandi

Dagana 27. og 28. febrúar var haldinn fundur á Hólum í verkefninu „Sjálfbært eldi, ræktun og nýting lagalífvera á Íslandi: Uppbygging náms og rannsókna á háskólastigi“ sem styrkt er af Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Markmið verkefnisins er að skapa tækifæri fyrir menntun og rannsóknir á sviði lagareldis á Íslandi.

Samstarf Háskólans á Hólum og Náttúruminjasafns Íslands

Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum og Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands undirrituðu 31. janúar síðastliðinn rammasamkomulag um samstarf stofnananna um rannsóknir og miðlun á sviði náttúrufræða. Markmið samkomulagsins er að efla samstarf fræðimanna og nemenda á vegum stofnananna um rannsóknir og miðlun á fræðasviðum sínum.

Innblástur og framfarir

Rannsóknasetur skapandi greina var stofnað síðastliðið sumar og efnir nú til síns fyrsta málþings. Á málþinginu verður fjallað um fyrirliggjandi rannsóknir á menningu og skapandi greinum og þörf á frekari rannsóknum og greiningum. Rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina skortir tilfinnanlega í dag en þær eru forsenda fyrir uppbyggingu atvinnuvegarins og skilningi stjórnvalda og hagsmunaaðila á einkennum, tækifærum og áskorunum