Bridges verkefnið á Forum on Vocational Excellence 2024

Fulltrúar frá Háskólanum á Hólum og Háskólanum á Akureyri voru á dögunum staddir í Lyon í Frakklandi, ásamt samstarfsskólum frá hinum norðurlöndunum, til að kynna Evrópusamstarfsverkefnið Bridges á ráðstefnunni Forum on Vocational Excellence 2024. Ráðstefnan er árlegur vettvangur þeirra verkefna innan menntaáætlunar Evrópusambandsins, sem heyra undir Miðstöðvar Framúrskarandi Verkmenntunar.

Nordic Bridge

Háskólinn á Hólum tekur þátt í verkefni sem styrkt er af Northern Periphery and Arctic sjóðnum (NPA). Verkefnið hefur hlotið nafnið Nordic Bridge og eru samstarfsaðilar NORD University, sem leiðir verkefnið, Lapland University of Applied Science, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE), NCE Aquaculture og Bodø Næringsforum. Um er að ræða forverkefnisstyrk þar sem grunnur verður lagður að stærra verkefni en umsókn. Skipulagðar hafa verið þrjár vinnustofur, í Noregi, á Íslandi og í Finnlandi. Vinnustofan í Noregi hefur nú þegar farið fram en áætlað er að halda vinnustofu á Akureyri þann 15. september nk og síðasta vinnustofan verður svo haldin í nóvember í Finnlandi. Tengiliður og þátttakandi í verkefninu er Anna Guðrún Edvardsdóttir, rannsóknastjóri. Hægt er að kynna sér verkefnið nánar á slóðinni https://www.holar.is/is/rannsoknir/nordic-bridge# eða hafa samband við verkefnastjóra í tölvupósti arun@holar.is.