MARBIO-meistaranemar í heimsókn á Íslandi

Daganna 22. til 26. september heimsóttu nemendur úr MARBIO-meistaranáminu Ísland. MARBIO er sameiginleg meistaragráða Háskólans á Hólum, Nord-háskóla í Bodø og Gautaborgarháskóla. Námið hefst á níu vikna kynningarnámskeiði þar sem hver háskóli sér um þrjár vikur og ein vika er tileinkuð vettvangsheimsóknum.