Angelo Telatin með fræðsludaga á Hólum
03.01.2025 | Frétt
Reiðkennarinn og knapinn Angelo Telatin kom heim að Hólum og var með fjölbreytta fræðslu í reiðmennsku, tamningum og reiðkennslu. Angelo er Ítali en býr í Bandaríkjunum og er prófessor við Delaware Valley University en auk þess kennir hann víða um heim og m.a. reglulega við sænska reiðskólann í Wången.