Opnunartími yfir hátíðirnar

Símaborð Háskólans á Hólum opnar að nýju eftir jólafrí fimmtudaginn 2. Janúar 2025, þjónustuborðið sjálft opnar síðan 6. Janúar 2025.

FULLT - Tamningaáfangi vorönn 2025

Um árabil hefur Háskólinn á Hólum átt gott samstarf við hrossaræktendur á öllu landinu um að senda skólanum hross til tamningar og þjálfunar. Það eru 2. árs nemar við Hestafræðideild sem takast á við verkefnið, undir handleiðslu reiðkennara skólans.

Hross til sölu

Háskólinn á Hólum auglýsir eftirfarandi hross til sölu:

Kynning á málþingi RSG

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stendur fyrir málþingi þann 20. nóvember næstkomandi í Háskólanum á Akureyri og í streymi. Viðfangsefnið er áhrif menningar og skapandi greina í landsbyggðum. Fimm háskólar standa að baki rannsóknasetrinu, þ.e. LHÍ, HÍ, HA, Háskólinn á Hólum og Háskólinn á Bifröst.

Doktorsvörn Marion Dellinger

Marion Dellinger ver doktorsritgerð sína frá HÍ 29. nóvember

Til móts við nýja kynslóð - að mæta þörfum háskólanema nútímans

Kennsluakademía opinberu háskólanna heldur ráðstefnu í Veröld – húsi Vigdísar, föstudaginn 22. nóvember 2024 klukkan 9:00-16:00.

Fulltrúar Háskólans á Lagarlífsráðstefnu í Hörpu

Háskólinn á Hólum átti þéttskipað lið á ráðstefnunni Lagarlíf 8. og 9. október síðastliðinn. Ráðstefnan er árleg og er þetta í sjöunda sinn sem hún er haldin. Að þessu sinni var hún með stærra sniði en áður og var haldin í Hörpu. Markmið ráðstefnunnar er að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um lagarlíf og styðja þannig við menntun, rannsóknir, þróun og stefnumótun greinarinnar.

Metfjöldi brautskráðra að hausti

Brautskráning Háskólans á Hólum að hausti fór fram föstudaginn síðastliðinn, 11. október og hafa aldrei verið fleiri brautskráningar að hausti en nú. Alls voru 50 nemendur brautskráðir að þessu sinni. Af þeim sem brautskráðust voru 32 frá fiskeldis- og fiskalíffræðibraut. Þar af luku 27 diplomanámi í fiskeldi og 5 luku meistaranámi í MarBio, sem er samnorrænt nám um framleiðslu og nýtingu sjávarafurða. Einnig voru 18 brautskráð frá ferðamáladeild. Þar af luku tvö diploma í ferðamálafræði, ein lauk BA í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta og ein lauk MA í ferðamálafræði. Einnig voru 14 brautskráð frá ferðamáladeild úr meistaranámi NOFRI, sem er samnorrænt nám í útvistarfræði, en þeirra brautskráningarathöfn fór fram við samstarfsháskóla í Noregi í sumar.

Brautskráning að hausti

Brautskráning Háskólans á Hólum fer fram að Hólum í dag, 11. október, klukkan 14:00. Verið öll velkomin Kaffiveitingar að athöfn lokinni

Bridges verkefnið á Forum on Vocational Excellence 2024

Fulltrúar frá Háskólanum á Hólum og Háskólanum á Akureyri voru á dögunum staddir í Lyon í Frakklandi, ásamt samstarfsskólum frá hinum norðurlöndunum, til að kynna Evrópusamstarfsverkefnið Bridges á ráðstefnunni Forum on Vocational Excellence 2024. Ráðstefnan er árlegur vettvangur þeirra verkefna innan menntaáætlunar Evrópusambandsins, sem heyra undir Miðstöðvar Framúrskarandi Verkmenntunar.